Fyrri mynd
Nsta mynd
FÉLAG OPINBERRA STARFSMANNA Á AUSTURLANDI
FOSA - FÉLAG OPINBERRA STARFSMANNA Á AUSTURLANDI

Fréttir

Forystufræðsla ASÍ og BSRB - fyrir stjórnir og starfsfólk stéttarfélaga


Jafnlaunastaðall og jafnlaunavottun

 - Einnig sent út í fjarfundi

Jafnlaunastaðallinn nýtist atvinnurekendum til að endurskoða launastefnu þannig að þeir sjálfir og starfsmenn þeirra geti treyst því að réttur kvenna og karla til launajafnréttis sé virtur. Farið verður yfir hugmyndafræði staðalsins og hagnýtar aðferðir til að jafna laun.

Stund: 20. september, kl. 09:00 12:00.
Staður: Guðrúnartún 1, fyrsta hæð.
Umsjón: Maríanna Traustadóttir sérfræðingur ASÍ og Sonja Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB.

Karphúsið og kjarasamningar

 - Einnig sent út í fjarfundi

Á námskeiðinu verður fjallað um hinn formlega feril við gerð kjarasamninga, atkvæðagreiðslu þeirra og um boðun verkfalla. Sérstaklega verður fjallað um boðun og framkvæmd verkfalla og vikið að ýmsum dómum þar sem lögmæti boðunar og framkvæmdar verkfalla hefur verið dregið í efa.  

Stund: 2. nóvember kl. 09:00 12:00.
Staður: Guðrúnartún 1, fyrsta hæð.
Umsjón: Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ og Dalla Ólafsdóttir lögfræðingur BSRB.

Starfsþrek og heilsuefling

Fjallað er um áhættuþætti, þróun, einkenni og afleiðingar streitu í einkalífi og starfi. Rætt er um starfsþrot/kulnun í starfi og viðbrögð þar að lútandi.

Stund: 17. nóvember kl. 10:00 17:00.
Staður: Grettisgata 89, fyrsta hæð.
Umsjón: Valgeir Sigurðsson og Guðbjörg Helga Birgisdóttir frá Vinnuvernd ehf.

Skráðu þig hér
Námskeiðin eru öll án kostnaðar fyrir þátttakendur þar sem stéttarfélög viðkomandi greiða námskeiðsgjöldin.

Share
Tweet
Forward
© HINIR SÖMU sf. VEFURINN KEYRIR Á SMALA