Fyrri mynd
Nsta mynd
FÉLAG OPINBERRA STARFSMANNA Á AUSTURLANDI
FOSA - FÉLAG OPINBERRA STARFSMANNA Á AUSTURLANDI

Fréttir

Fræðslusetrið Starfsmennt


Nýttu veturinn til náms... 

Það er aldrei of seint að læra eitthvað nýtt, efla sjálfan sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Að venju verðum við hjá Starfsmennt með fjölbreytt námskeið í boði í vetur sem miða að því að efla starfshæfni þátttakenda. Námskeiðin spanna allt frá því að vera stuttir, hagnýtir fyrirlestrar upp í lengri og sérhæfðari námsleiðir. 

Búið er að opna fyrir skráningar á vefnum á fjölmörg áhugaverð námskeið og því um að gera að skoða úrvalið og finna hvað hentar best. 

Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um nám sem er að hefjast en námskeiðsflóruna ásamt nánari upplýsingum má nálgast inni á vefnum okkar, www.smennt.is. 

Námskeið í september: 
Fjármál og rekstur                            8. sept.- Staðnám/fjarnám
Verkefnastjórnun -fyrstu skrefin     28. sept.- Staðnám

Tölvunámskeið:
Excel - grunnur                               12. sept.- Vefnám
Word - grunnur                               12. sept.- Vefnám
Almennt tölvunám - grunnur           15. sept.- Vefnám
Tölvuleikni/Windows stýrikerfið      15. sept.- Vefnám
Vefsíðugerð/Wix                             19. sept.- Vefnám

Allt nám og þjónusta er aðildarfélögum að kostnaðarlausu. 

Jafnlaunastaðall - námskeið um innleiðingu
- Einnig fjarkennt  

Í júní á þessu ári var frumvarp um jafnlaunavottun samþykkt. Frumvarpið kveður á um lögfestingu skyldu til jafnlaunavottunar meðal fyrirtækja og stofnana með 25 eða fleiri starfsmenn en meginmarkmið þess er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Eins og undanfarin misseri bjóðum við námskeið um jafnlaunastaðalinn og innleiðingu hans sem ætluð eru forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu staðalsins.  

Hvenær:
Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur     20. sept.
Gæðastjórnun og skjölun                           27. sept.
Gerð verklagsreglna                                    4. okt.
Starfaflokkun                                              11. okt.
Launagreining                                            25. okt.

Sjóðir sem endurgreiða námskeiðsgjöld:
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Þróunar- og símenntunarsjóður SFR, Þróunar- og símenntunarsjóður bæjarstarfsmanna hjá ríkinu, Mannauðssjóður Kjalar, Mannauðssjóður Samflotsins, Mannauðssjóður KSG, Ríkismennt, Landsmennt, Sveitamennt, Starfsafl og Starfsþróunarsetur háskólamanna. 

Allar nánari upplýsingar eru á vefnum


© HINIR SÖMU sf. VEFURINN KEYRIR Á SMALA