Fyrri mynd
Nsta mynd
FÉLAG OPINBERRA STARFSMANNA Á AUSTURLANDI
FOSA - FÉLAG OPINBERRA STARFSMANNA Á AUSTURLANDI


Orlofshús

Útleiga á íbúðum og orlofsbústað fer fram á skrifstofu FOSA


Íbúð á Akureyri í keðjuraðhúsi að Skálatúni 31, neðri hæð merkt FOSA. Hún er staðsett innarlega i bænum stutt t.d í BÓNUS, leikvöllur rétt hjá. Íbúðin er þriggja herbergja skiptis í tvö svefnherbergi, stofu, hol, eldhús,bað,þvottahús og geymslu.Íbúðin er búin öllum venjulegum heimilisbúnaði. Í eldhúsi er uppþvottavél, þvottavél og þurrkari í þvottahúsi. Íbúðin er búin rúmstæðum fyrir sex auk tveggja ferðarúma. Sængur og koddar eru fyrir átta. Borðbúnaður fyrir tólf.Út úr stofu  er gengið út á pall  þar er heitur pottur.

Að lokinn dvöl á að ræsta íbúðina. Dvalargestir þurfa að hafa með sér lín.

Lykill afhendist hjá SECURITAS ,Tryggvabraut 10 Akureyri. Leigutími allt árið

Skálatún 25-37

photo 1.JPGphoto 3.JPGphoto 4.JPGphoto 5.JPG


Íbúð í Reykjavik er að Ljósheimum 22 á 5 hæð með góðu útsýni yfir borgina,  lyfta er í húsinu Íbúðin er tveggja herbergja búin öllum venjulegum húsbúnaði. Rúm er fyrir fjóra auk tveggja gestarúma. Sængur og koddar eru til staðar fyrir 8 manns, einnig fylgir rúmfatnaður og þvottur á honum. Þvottavél og þurrkari er í kjallar .Að dvöl lokinni á að ræsta íbúðina.

Lykill afhendist á skrifstofu FOSA. Leigutími allt árið

Ljósheimar 22

Ljósheimar 22 - forstofaLjósheimar 22 - EldhúsLjósheimar 22 - svefnherbergiLjósheimar 22 - bað 2Ljósheimar 22 - stofa

 


Íbúð í Reykjavik er að Ljósheimum 18a á 4 hæð,lyfta er í húsinu. Íbúðin er fjögra herbergja búin öllum venjulegum húsbúnaði. Rúm er fyrir 6 auk tveggja gestarúma. Sængur og koddar eru til staðar fyrir 8 manns, einnig fylgir rúmfatnaður og þvottur á honum. Þvottavél er í íbúðinni. Að dvöl lokinni á að ræsta íbúðina.

Lykill afhendist á skrifstofu FOSA. Leigutími allt árið

Ljósheimar 18

 

Ljósheimar 18 - stofaLjósheimar 18Ljósheimar 18 - eldhúsLjósheimar 18 - holLjósheimar 18 - svefnherbergi


Íbúð á Akureyri við Strandgötu 3, á 2 hæð með bílageymslu á jarðhæð. Hún er staðsett í hjarta bæjarins stutt í alla þjónustu. Íbúðin er þriggja herbergja búin öllum venjulegum heimilisbúnaði. Í eldhúsi er uppþvottavél, þvottavél og þurrkari á baði. Íbúðin er búin rúmstæðum fyrir sex auk tveggja ferðarúma. Sængur og koddar eru fyrir átta. Borðbúnaður fyrir tólf. Að lokinn dvöl á að ræsta íbúðina. Dvalargestir þurfa að hafa með sér lín.

Lykill afhendist hjá SECURITAS ,Tryggvabraut 10 Akureyri. Leigutími allt árið


Orlofshús í Úlfsstaðalandi á Héraði. Þetta er mjög fallegur bústaður í fögru umhverfi, er  með tveimur svefnherbergjum og svefnlofti. Búinn öllum venjulegum heimilisbúnaði.   Rúm eru fyrir fjóra á neðri hæð, á svefnlofti eru tvö rúm og fjórar dýnur. Við húsið er heitur pottur.

 Að lokinni dvöl á að ræsta bústaðinn.

Lykill afhendist á skrifstofu FOSA. Dvalargestir þurfa að hafa með sér lín. Leigutími er allt árið.

Orlofshús

Orlofshús - heitur potturOrlofshús - svefnaðstaðaOrlofshús - stofaOrlofshús - eldhúskrókurOrlofshús - leiksvæði


© HINIR SÖMU sf. VEFURINN KEYRIR Á SMALA